Hangandi kúla - Ölvisholt - nálægt Selfossi

Prófaðu að sofa í hangandi kúlu

Gisting

Ein nótt í hangandi kúlu. Kúlan er einungis fyrir tvo fullorðna (rúmstæð 140x200 cm). Einu barni yngra en sex ára er þó heimilt að sofa á milli foreldra sinna.

Hreinlæti

Við fylgjum leiðbeiningum Landlæknisembættisins um sótthreinsun og hreinlæti vegna Covid 19.

Sofðu í náttúrunni

Gleymdu hinu daglega amstri, ekki hugsa um vinnuna og njóttu þess að sofa út í náttúrunni. Njóttu kvöldsólarinnar á sumrin og norðurljósanna og stjörnubartann himinn á veturnar eða hlustaðu á dropana falla á kúluna ef það rignir. Norðurljósin gætu jafnvel dansað fyrir þig.

Matur

Við bjóðum hvorki upp á morgunmat né aðrar veitingar. Best að nýta frábæra veitingastaði á Selfossi, Eyrarbakka, Stokkseyri eða Hveragerði.

Ölvisholt - nálægt Selfossi

Prófaðu að sofa í hangandi kúlu

Gisting

Ein nótt í hangandi kúlu. Kúlan er einungis fyrir tvo fullorðna (rúmstæð 140x200 cm). Einu barni yngra en sex ára er þó heimilt að sofa á milli foreldra sinna.

Hreinlæti

Við fylgjum leiðbeiningum Landlæknisembættisins um sótthreinsun og hreinlæti vegna Covid 19.

Sofðu í náttúrunni

Gleymdu hinu daglega amstri, ekki hugsa um vinnuna og njóttu þess að sofa út í náttúrunni. Njóttu kvöldsólarinnar á sumrin og norðurljósanna og stjörnubartann himinn á veturnar eða hlustaðu á dropana falla á kúluna ef það rignir. Norðurljósin gætu jafnvel dansað fyrir þig.

Matur

Við bjóðum hvorki upp á morgunmat né aðrar veitingar. Best að nýta frábæra veitingastaði á Selfossi, Eyrarbakka, Stokkseyri eða Hveragerði.

Gleymdu hinu daglega amstri, ekki hugsa um vinnuna og njóttu þess að sofa út í náttúrunni. Njóttu kvöldsólarinnar á sumrin og norðurljósanna og stjörnubartann himinn á veturnar eða hlustaðu á dropana falla á kúluna ef það rignir. Norðurljósin gætu jafnvel dansað fyrir þig. Ölvisholt er staðsett rétt austan við Selfoss, inni í skóginum er hangandi kúlan vel falin.

Gleymdu hinu daglega amstri, ekki hugsa um vinnuna og njóttu þess að sofa út í náttúrunni. Njóttu kvöldsólarinnar á sumrin og norðurljósanna og stjörnubartann himinn á veturnar eða hlustaðu á dropana falla á kúluna ef það rignir. Norðurljósin gætu jafnvel dansað fyrir þig. Ölvisholt er staðsett rétt austan við Selfoss, inni í skóginum er hangandi kúlan vel falin.


Kúlurnar eru staðsettar á tveimur stöðum á Suðurlandi. Hangandi kúlan er staðsett á suðurströndinni en einnig höfum við kúlur í Bláskógabyggð. Þegar þú keyrir frá Reykjavík í kúlurnar sem staðsettar eru á suðurströndinni, vinsamlegast fylgið kortinu hér að neðan. Nánari leiðarlýsingu færðu senda með tölvupósti þegar þú bókar. Hangandi kúlan er einungis í boði á suðurströndinni.

Afbókunarskilmálar

Þú getur fengið 100% endurgreiðslu ef þú afbókar innan 24 tíma frá því að bókun er gerð. Eftir þessa 24 klst er 15% þóknun tekin af upphæðinni sem er óafturkræfanleg. Afbókun þarf annars að gerast að minnsta kosti 3 dögum fyrir áætlaða dvöl. Þú getur breytt um dagsetning, án gjalds, ef þú gerir það 3 dögum áður en áætluð dvöl er.


Upplýsingar fyrir gesti

Það geta tveir fullorðnir gist í hverri kúlu.  Rúmið er 140*200cm. Því er lítið pláss fyrir börn en við leyfum þó barni undir 6 ára að sofa með foreldrum sínum. Það er ekki pláss fyrir aukarúm og því er ekki hægt að bæta við barnarúmi eða litlu rúmi inn í kúlunni.  Í Ölvisholti er þjónustuhús við bílastæðin með tveimur sturtuherbergjum og tveimur salernum. Þjónustuhúsið er staðsett í um 40 metra fjarlægð frá hangandi kúlunni

Hangandi kúlan er staðsett inni í rjóðri og einkastígur er að kúlunni. Það sést því ekki í kúluna frá þjónustuhúsinu og aðrir gestir eru ekki að ganga framhjá.


Mikilvægt

Við erum ekki hefðbundið hótel eða gististaður með þjónustuborði eða gestamóttöku.  Því er mjög mikilvægt að gefa okkur upp rétt farsímanúmer við bókun því öll samskipti eiga sér stað í gegnum síma, bæði á komudegi og einnig á meðan dvölinni stendur.  Vakthafandi þjónustuaðili tekur á móti ykkur við komuna og sýnir ykkur hvar ykkar kúla er.

Athugið að það er mikilvægt að mæta á milli kl 16:00 og 20:00 sem er innritunartíminn.  Þið getið t.d. innritað ykkur á þessum tíma og farið síðan í kvöldverð á Selfossi og komið aftur seinna um kvöldið.  Kúlurnar eru á sveitabýlum og því er mikilvægt að koma á réttum tíma því við viljum helst ekki trufla sveitalífið meira en þarf.  Við erum því með 7,500 kr gjald ef þið mætið of seint.

Vinasamlegast athugið að kúlan hangir í trjám og er þar af leiðandi ekki alveg kyrr. Hún kann því ekki að henta þeim sem verða auðveldlega sjóveikir. Þetta á sérstaklega við þegar það er hvasst.


Ekki innifalið

Það eru engar veitingar innifaldar og engar veitingar eru seldar á staðnum. Við erum með vatn í kúlunum og það er kaffivél í þjónustuhúsinu. Það er hægt að bæta freyðitei við bókunina sem verður í kúlunni við komu. Ykkur er velkomið að hafa samband ef þið viljið fá hugmyndir að veitingastöðum á Selfossi, Stokkseyri, Eyrarbakka eða Hveragerði.

1 nótt í Hangandi kúlu

Ölvisholt – ein nótt í Hangandi kúlu

Frá ISK 26.900/nóttin

Bóka