Ölvisholt - nálægt Selfossi

Njóttu þess að sofa úti í náttúrunni

Gisting

Ein nótt í gegnsærri kúlu. Hver kúla er falin inni í rjóðri og  því sést ekki í næstu kúlu (tvö einbreið rúm föst saman, 180 cm á breidd)

 

Sótthreinsun

Við fylgjum leiðbeiningum Landlæknisembættisins um sótthreinsun vegna Covid 19 fyrir smærri gististaði

Sofa í náttúrunni

Gleymdu daglegu amstri, ekki hugsa um vinnuna og njóttu þess að sofa út í náttúrunni. Njóttu kvöldsólarinnar eða hlustaðu á dropana falla á kúluna ef það rignir. Norðurljósin gætu jafnvel dansað fyrir þig.

Matur

Við bjóðum hvorki upp á morgunmat né aðrar veitingar. Best að nýta frábæra veitingastaði á Selfossi, Eyrarbakka, Stokkseyri eða Hveragerði

ÖLVISHOLT - NÁLÆGT SELFOSSI

Njóttu þess að sofa úti í náttúrunni

Gisting

Ein nótt í gegnsærri kúlu. Hver kúla er falin inni í rjóðri og því sést ekki í næstu kúlu (tvö einbreið rúm föst saman, 180 cm á breidd

Sótthreinsun

Við fylgjum leiðbeiningum Landlæknisembættisins um sótthreinsun vegna Covid 19 fyrir smærri gististaði

Sofa í náttúrunni

Gleymdu daglegu amstri, ekki hugsa um vinnuna og njóttu þess að sofa út í náttúrunni. Hlustaðu á fuglana og fiðrildin. Njóttu kvöldsólarinnar eða hlustaðu á dropana falla á kúluna ef það rignir

Matur

Við bjóðum hvorki upp á morgunmat né aðrar veitingar. Best að nýta frábæra veitingastaði á Selfossi, Eyrarbakka, Stokkseyri eða Hveragerði

Öll þekkjum við hið daglega amstur.  Versla í matinn, keyra til og frá vinnu, skutla börnunum í skólann og á æfingar o.s.frv.   Sjaldan er stoppað til að slaka á.  Það vantar kyrrðina og náttúruna.  Hjá okkur færðu að njóta kyrrðarinnar og hinnar fögru íslensku náttúru á einstakan hátt.  Kúlugisting er einstök upplifun fyrir alla frá upphafi til enda.   Taktu þér tíma, njóttu og hugsaðu um framtíðina og alheiminn sem er beint fyrir ofan þig í kúlunni.

Öll þekkjum við hið daglega amstur.  Versla í matinn, keyra til og frá vinnu, skutla börnunum í skólann og á æfingar o.s.frv.   Sjaldan er stoppað til að slaka á.  Það vantar kyrrðina og náttúruna.  Hjá okkur færðu að njóta kyrrðarinnar og hinnar fögru íslensku náttúru á einstakan hátt.  Kúlugisting er einstök upplifun fyrir alla frá upphafi til enda.   Taktu þér tíma, njóttu og hugsaðu um framtíðina og alheiminn sem er beint fyrir ofan þig í kúlunni.

Vinna daginn eftir

Viltu skála undir stjörnubjörtum himni eða í miðnætursólinni? Hví ekki að bæta hinu margverðlaunaða áfengislausa freyðitei við upplifunina þegar þú bókar? Ískalt freyðite með keim af jasmín mun þá bíða þín við komuna.

Verð: 4,500 kr

Komdu á óvart

Hví ekki að gera skemmtilega upplifun enn betri og bæta við vínberjum og osti ásamt kexi við bókunina. Einnig fylgja sex ískaldar 330 ml bjórflöskur í boði hússins frá brugghúsinu í Ölvisholti. Allt mun þetta bíða þín í kæliboxi í kúlunni þinni við komu.

Verð: 10,000 kr

Sérstakt tilefni

Þegar þarf að skapa ógleymanlega stund á borð við trúlofun eða afmæli bjóðum við upp á rómantískan pakka með rúmskreytingu og rósum ásamt vínberum og jarðarberjum. Einnig fylgir ískalt Prosecco freyðivín í boði hússins.

Verð: 15,000 kr

Kúlurnar eru staðsettar á tveimur stöðum á Suðurlandi.  Annars vegar í Ölvisholti í Flóanum rétt fyrir utan Selfoss (sem þú ert að skoða núna) og hins vegar á sveitabæum Hrosshaga rétt hjá Reykholti í Bláskógabyggð. Leiðarlýsing og allar nánari upplýsingar færðu sendar með tölvupósti þegar búið er að bóka.

Afbókunarskilmálar

Þú getur fengið 100% endurgreiðslu ef þú afbókar innan 24 tíma frá því að bókun er gerð. Eftir þessa 24 klst er 15% þóknun tekin af upphæðinni sem er óafturkræfanleg. Afbókun þarf annars að gerast að minnsta kosti 3 dögum fyrir áætlaða dvöl. Þú getur breytt um dagsetning, án gjalds, ef þú gerir það 3 dögum áður en áætluð dvöl er.


Upplýsingar fyrir gesti

Það geta tveir fullorðnir gist í hverri kúlu.  Rúmin eru tvö einbreið rúm sem eru föst saman og eru því 180 cm á breidd. Því er lítið pláss fyrir börn en við leyfum þó barni undir 6 ára að sofa með foreldrum sínum. Það er ekki pláss fyrir aukarúm og því er ekki hægt að bæta við barnarúmi eða litlu rúmi inn í kúlurnar.  Í Hrosshaga er þjónustuhús með tveimur sturtum og salernum. Í Ölvisholti er þjónustuhús við bílastæðin með tveimur sturtuherbergjum og tveimur salernum.  Einnig eru tvö stök salerni nær kúlunum uppi á holtinu.  Athugið að í Ölviholti þarf að ganga upp stíg að kúlunum og því er það ekki hentugt fyrir fólk sem á erfitt með gang.   Í Hrosshaga eru stígar en engar tröppur.

Allar kúlurnar eru staðsettar inni í rjóðrum og einkastígur er að hverri kúlu . Það sést því ekki í næstu kúlu og aðrir gestir eru ekki að ganga framhjá þinni kúlu.


Mikilvægt

Við erum ekki hefðbundið hótel eða gististaður með þjónustuborði eða gestamóttöku.  Því er mjög mikilvægt að gefa okkur upp rétt farsímanúmer við bókun því öll samskipti eiga sér stað í gegnum síma, bæði á komudegi og einnig á meðan dvölinni stendur.  Vakthafandi þjónustuaðili tekur á móti ykkur við komuna og sýnir ykkur hvar ykkar kúla er.

Athugið að það er mikilvægt að mæta á milli kl 16:00 og 20:00 sem er innritunartíminn.  Þið getið t.d. innritað ykkur á þessum tíma og farið síðan í kvöldverð á Selfossi og komið aftur seinna um kvöldið.  Kúlurnar eru á sveitabýlum og því er mikilvægt að koma á réttum tíma því við viljum helst ekki trufla sveitalífið meira en þarf.  Við erum því með 7,500 kr gjald ef þið mætið of seint.


Ekki innifalið

Það eru engar veitingar innifaldar og engar veitingar eru seldar á staðnum. Við erum með vatn í kúlunum og það er kaffivél í þjónustuhúsinu. Ykkur er velkomið að hafa samband ef þið viljið fá hugmyndir að veitingastöðum á Selfossi, Stokkseyri, Eyrarbakka eða Hveragerði.

1 nótt í kúlu

Ölvisholt – ein nótt í kúlu
Frá ISK 25.900/nóttin
Bóka