Skrifstofu- og ræstingarstarf - Ölvisholt

Bubbles leitar að starfsmanni til starfa á starfsstöð Bubbles í Ölvisholti og því gott ef viðkomandi starfsmaður er búsettur á Selfossi eða nágrenni.
Miðað er við að unnið sé á vöktum, 2-2-3, sem getur þó verið örlítið breytilegt eftir bókunarstöðunni hverju sinni. Starfið er mjög fjölbreytt og felur í sér að svara fyrirspurnum viðskiptavina, setja saman ferðir og bóka gesti, móttaka gesta og almenn þrif eftir dvöl gesta. Íslensku- og enskukunnátta er skilyrði og þarf viðkomandi starfsmaður þarf að vera hraust/ur og geta unnið undir álagi.

Starfslýsing :
– Svörun tölvupósta og símtala
– Móttaka gesta
– Þrif í og við kúlur
– Vera úrræðagóður og sveigjanlegur hvað varðar vinnutíma
– Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur
– Menntun sem nýtist í starfi
– Góða þjónustulund
– Almenn tölvukunnátta
– Þekking og reynsla af þrifum og ferðaþjónustu
– Skilyrði um íslensku- og enskukunnáttu
– Bílpróf

Hægt er að finna nánari upplýsingar um fyrirtækið á www.buubble.com

Í starfið verður ráðið af atvinnuleysisskrá en um starfstengt vinnumarkaðsúrræði er að ræða skv. 11. gr. reglugerðar 918/2020 um vinnumarkaðsúrræði.

Starfsumsóknir sendist á Friðrik Sigurbjörnsson á fridrik@buubble.com

Umsóknarfrestur er til 07/02/2021